Sunnuhlíð

Þjónustukjarninn

Í tengslum við byggingu íbúðarhússins að Kópavogsbraut 1A var byggður þjónustukjarni vestan við hjúkrunarheimilið og var hann formlega opnaður við hátíðlega athöfn 17. nóvember 1989. Jafnframt hófst þá rekstur dagvistar fyrir aldraða, „Dagdvöl“, í vesturenda neðri hæðar hjúkrunarheimilisins.

Í þjónustukjarna er stór matsalur, sem þjónar bæði íbúum þjónustuíbúðanna og öðrum eldri Kópavogsbúum.  Einnig þeim sem í Dagdvöl dvelja.

Þar er einnig hárgreiðslustofa og fótaaðgerðarstofa, Frá toppi til táar. Á efri hæð þjónustukjarna er skrifstofur Sunnuhlíðar og bankaþjónusta.

Sunnuhlíð - Kópavogsbraut 1c - Sími: 5604100 - Fax: 5604175