Sunnuhlíð

Skipulagsskrá

fyrir Minningargjafasjóð Sunnuhlíðar

 

 

1. grein

Heiti sjóðsins er „Minningagjafasjóður Sunnuhlíðar” og er í eigu sjálfseignarstofnunarinnar Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi.

Heimili sjóðsins er í Kópavogi.

 

2. grein

Tilgangur sjóðsins er að styðja og styrkja starfsemi Sunnuhlíðar, hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi, með því að leggja fram fé til kaupa á tækjum og  búnaði, endurbóta á húsnæði og umhverfi heimilisins.

 

3. grein

Stjórn Hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi kjörin á aðalfundi fulltrúaráðs hverju sinni, fer með stjórn sjóðsins. Halda skal sérstaka gerðarbók yfir allar gjafir, gefendur og tilefni eftir því sem við getur átt. Ákvarðanir stjórnar sjóðsins skulu einnig skráðar í þessa sömu bók.

 

4. grein

Tekjur sjóðsins eru ágóði af sölu minningarkorta, gjafir og framlög frá einstaklingum og félögum og öðrum aðilum ásamt vaxtatekjum og verðbótum. Reynt skal að ávaxta eignir sjóðsins á sem hagkvæmastan og öruggastan hátt svo hann nái tilgangi sínum.

 

5. grein

Stjórn sjóðsins ákveður fjárveitingu úr honum á hverjum tíma.

 

6. grein

Framkvæmdastjóri Sunnuhlíðar skal annast vörslu sjóðsins og vera prókúruhafi hans.

 

7. grein

Reikningar sjóðsins skulu endurskoðaðir árlega af löggiltum endurskoðanda og lagðir fram á aðalfundi fulltrúaráðs Sunnuhlíðarsamtakanna.  Reikningsár sjóðsins fylgir almanaksári.

 

8. grein

Breytingar á skipulagsskrá þessari má gera ef það telst nauðsynlegt eða heppilegt vegna breyttra aðstæðna.  Engin breyting á skipulagsskránni fær þó gildi nema með samþykki meirihluta fulltrúaráðs sjálfseignarstofnunarinnar Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi.

 

9. grein

Verði sjóðurinn lagður niður skulu eignir hans renna til Sunnuhlíðar, hjúkrunarheimilis aldraðra í Kópavogi.

Sunnuhlíð - Kópavogsbraut 1c - Sími: 5604100 - Fax: 5604175