Sunnuhlíð

Kópavogsbraut 1a

Kópavogsbraut 1a er 5 hæða hús með 40 björtum og fallegum íbúðum. Húsið er í raun tvær byggingar með rúmgóðum og björtum tengigangi á milli. Fjórar íbúðir eru í hvorri byggingu, átta íbúðir á hæð. Við hverjar 4 íbúðir er sameiginleg geymsla. Einnig fylgir hverri íbúð geymsla á jarðhæð auk þess sem þar er sameiginlegt þvottahús .

Í húsinu eru 15 þriggja herbergja íbúðir, 20 tveggja herbergja íbúðir og 5 stofuíbúðir (studioíbúðir).

Á efstu hæð (sjöttu hæð)  er samkomusalur fyrir íbúa með útsýni til allra átta og á jarðhæð er svokölluð testofa, sem er björt og góð setustofa.

Innangengt er úr Kópavogsbraut 1a eftir tengigangi í Þjónustukjarna Sunnuhlíðar. Þar er boðið uppá ýmsa þjónustu. Hægt er að kaupa hádegisverð á vægu verði, hársnyrtingu og fótsnyrtingu. Einnig eru þar ýmsar uppákomur, bæði á vegum íbúa og Sunnuhlíðar.

Sundlaug Kópavogs er í göngufæri og stutt er í miðbæ Kópavogs þar sem er margvísleg þjónusta, verslanir, bankar, heilsugæsla, bókasafn, listasafn o.fl.

Göngustígakerfi Kópavogs er tengt húsunum og þaðan eru margar fallegar gönguleiðir út á Kársnesið og inn í Kópavogsdalinn.

Sunnuhlíð - Kópavogsbraut 1c - Sími: 5604100 - Fax: 5604175