Sunnuhlíð

Mánaðargreiðslur í hússjóð
Íbúar greiða enga húsaleigu, en leggja mánaðarlega fram fé í hússjóð til sameiginlegs reksturs og viðhalds sem Sunnuhlíð sér um. Í hússjóðnum eru m.a. innifaldir eftirtaldir kostnaðarliðir:

  • Allt viðhald húseignarinnar, utan húss sem innan, bæði innan íbúða og á samnýtanlegu húsnæði.
  • Viðhald lóðar (Kópavogsbraut 1a og 1b)
  • Varsla allan sólarhringinn. Íbúar geta með símkerfi náð sambandi við vakthafandi úr íbúðum sínum. Securitas sér um fjarvöktun allan sólarhringinn.
  • Ræsting samnýtanlegs rýmis: gangar, stigar og anddyri.
  • Snjómokstur.
  • Allur rafmagnskostnaður af sam-nýtanlegu rými, utan húss sem innan.
  • Allur hitakostnaður hússins.
  • Reikningshald og öll umsýsla vegna reksturs og viðhalds fasteigna.
  • Fasteignagjöld
  • Húseiganda- og brunatryggingar fasteigna o.fl.

Sunnuhlíð - Kópavogsbraut 1c - Sími: 5604100 - Fax: 5604175