Sunnuhlíð

Fjármögnun – eignarfyrirkomulag

Íbúðirnar eru fjármagnaðar með þeim hætti að íbúarnir kaupa ekki sjálfa íbúðina á hefðbundinn máta, heldur tryggja þeir sér íbúðarrétt með því að greiða andvirði íbúðarinnar.

Væntanlegir íbúar gera íbúðarréttar-samning við Sunnuhlíð sem gildir til æviloka íbúa eða skemur ef íbúi óskar. Samningurinn, sem er mjög ýtarlegur, kemur í stað afsals.

Þegar samningi er sagt upp er andvirði íbúðarréttargjalds endurgreitt til íbúðarréttarhafa eða aðstandenda þeirra samkvæmt nánari ákvæðum í samningi.

Sunnuhlíð - Kópavogsbraut 1c - Sími: 5604100 - Fax: 5604175