Sunnuhlíð

Fannborg 8

Fannborg 8 er 6 hæða bygging, og eru 28 íbúðir á 5 efstu hæðunum. Á jarðhæð er félagsmiðstöðin Gjábakki og er hægt að komast þangað í lyftu hússins, þegar félagsmiðstöðin er opin. Á annari hæð er aðalinngangur í íbúðarhúsið og þar er setustofa fyrir íbúa. Á hæðinni er einnig sameiginlegt þvottahús. Inngangur er einnig á jarðhæð þar sem eru yfirbyggð bílastæði.

Í setustofunni liggja dagblöðin frammi fyrir íbúana til aflestrar. Stutt er í alla þjónustu, verslanir, banka, heilsugæslu, bókasafn, sundlaug, listasafn o.fl. eru í göngufæri.

Félagsheimilið Gjábakki er á jarðhæðinni í Fannborg 8 og er miðstöðin starfrækt af Kópavogsbæ, en félagsstarf aldraðra er mjög öflugt í Kópavogi.  Opið er frá kl 9:00 til 17:00 alla virka daga. Þar er hægt að setjast niður í notalegu umhverfi yfir kaffibolla og heimabökuðu meðlæti, lesa dagblöðin, horfa á sjónvarp, hlusta á útvarp og ræða málin.

Hádegisverður er framreiddur frá kl. 11:40 – 12:20 alla virka daga. Hádegisverð þarf að panta fyrir kl. 10:00 í síma 554-6611 (Gjábakki) eða síma 564-5260 (Gullsmári). Hægt er að fá heimsendan mat að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, nánari upplýsingar um heimsendan mat veita þjónustustjórar félagslegrar heimaþjónustu í síma 570-1500.

Félagsheimilin eru opin fólki á öllum aldri óháð félagsaðild, en sú starfsemi sem er niðurgreidd er eingöngu ætluð eldra fólki, búsettu í Kópavogi.

 

Sunnuhlíð - Kópavogsbraut 1c - Sími: 5604100 - Fax: 5604175