Íbúar
Upplýsingar um aðbúnað og þjónustu íbúa Sunnuhlíðar
Í Sunnuhlíð eru bæði einbýli og tvíbýli. Herbergin eru búin sjúkrarúmum, náttborðum, fataskápum og ljósum. Einnig leggur heimilið til sæng og kodda, rúmfatnað og handklæði en að sjálfsögðu er leyfilegt að koma með sína sæng og kodda ef vilji er til þess. Hjúkrunarkallkefi er til staðar við hvert rúm. Íbúar geta haft hjá sér síma, sjónvarp og tölvu og greiða þá sjálfir fyrir tengingar og afnotagjöld. Flestir íbúar flytja með sér nokkra persónulega muni að heiman, en mikilvægt er að hafa samráð við starfsmenn því taka þarf tillit til stærðar herbergis.
Sjúkraþjálfunarsalur er staðsettur í jarðhæð austurálmu. Flestir heimilismenn fara í sjúkraþjálfun í salnum eða á deild. Boðið er upp á þjálfun í tækjasal, gönguæfingar, bakstrameðferðir, hópleikfimi ofl. Markmið sjúkraþjálfunar er að örva og viðhalda líkamlegri færni heimilismanna, endurhæfa eftir sjúkdóma og brot. Sjúkraþjálfarar vinna einnig að forvörnum, útvega hjálpartæki og veita fræðslu til heimilismanna, aðstandenda og starfsfólks.
Allt lín og föt heimilismanna er þvegið í þvottahúsi út í bæ. Það er á ábyrgð aðstandenda að fara með fötin í merkingu, en heimilismenn fá sitt númer við komu á heimilið. Öll föt heimilismanna þurfa hins vegar að þola minnst 40 gráður í þvotti. Fatnaður sem krefst hreinsunar er á kostnað viðkomandi heimilismanns.
Heilsuvernd sér um læknisþjónustu til heimilisins. Þeir eru með fasta viðveru 3 daga í viku ásamt því að vera í kallfæri þess utan. Þjónusta annarra sérfræðilækna er veitt samkvæmt ákvörðun lækna heimilisins.
Helgistundir eru fyrir heimilismenn og aðstandendur þeirra alla fimmtudaga þar sem sóknarprestar í Kópavogi sjá um stundirnar. Einnig má kalla til presta ef heimilismaður eða aðstandendur óska.
Hársnyrtistofa Sunnuhlíðar er staðsett í þjónustukjarnanum vestan megin við hjúkrunarheimilið, neðri hæð. Stofan er opin alla virka daga frá 08:00-16:00 og er opin öllum. Tímapantanir í síma 560-4177 gsm891-6720. Hárgreiðslumeistari er Linda Jörundsdóttir.
Fótaaðgerðastofa Esterar er einnig staðsett í þjónustukjarnanum á efri hæð. Stofan er opin mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá 10:00-16:00 og er opin öllum. Tímapantanir í síma 560-4171. Fótaaðgerðarfræðingur er Ester Ósk Aðalsteinsdóttir.
Íbúar hjúkrunarheimilins greiða sjálfir fyrir þessa þjónustu en starfsmenn hjúkrunarheimilisins sjá um að koma þeim heimilismönnum sem eiga pantaða tíma í hár- og fótsnyrtingu.