Dagdvölin

Dagvist aldraðra, Dagdvöl Sunnuhlíðar, var opnuð 17. nóvember 1989. Heimild er fyrir 30 vistrýmum og eru að jafnaði um 43 einstaklingar sem notfæra sér þessa þjónustu í hverri viku. Flestir koma tvisvar til þrisvar í viku, en sumir koma einu sinni og aðrir fjóra eða fimm daga vikunnar. Meðalaldur þeirra sem koma í Dagdvölina eru um 87 ár. Markmið Dagdvalar er að veita félagslega þjónustu sem miðar að því að draga úr eða varast félagslega einangrun og styðja fjölskyldur sem hafa aldraða ættingja heima. Starfskraftar og húsnæði miða við ákveðna færni einstaklinga, m.a. að viðkomandi þurfi ekki á hjúkrun að halda.

Frekari upplýsingar um Dagdvölina er hægt að fá hjá Margrét Bergþóra Símonardóttir, forstöðumann í síma 560 4176.