Tilkynningar


12. Nóvember 2020

Ágætu íbúar og aðstandendur. Enn erum við á tánum gagnvart Covid - 19 og fylgjumst grannt með smitum í samfélaginu ásamt tilmælum frá landlækni. Heimsóknarreglur verða endurskoðaðar 17.nóvember. Vonandi getum við eitthvað farið að slaka á þessu öllu en þangað til höldum við okkur við fyrri reglur. Þökkum tillitsemi ykkar og minnum á að það er velkomið að fara í göngutúra, koma með eitthvað góðgæti eða annað sem gleður ykkar fólk.

30.OKTÓBER. 2020

Ágætu aðstandendur, íbúar og starfsmenn.

Sem betur fer hefur enn ekki komið upp smit hér hjá okkur í Sunnuhlíð en hlutirnir geta breyst hratt eins og við höfum orðið vitni að.

Við höfum tekið sýni annað slagið eins og þið hafið orðið vör við og höfum lokað viðkomandi deild fyrir heimsóknum á meðan við bíðum eftir niðurstöðum. Upplýsingar um þetta eru settar á heimasíðuna og facebook síðuna í hvert skipti.

Við erum með lágan þröskuld hvað einkenni varðar og tökum sýni oftar en ella .

Við höfum lagt enn betur línurnar með að starfsfólk sé ekki að fara á milli sóttvarnarhólfa og erum alltaf að reyna að gera betur í dag en í gær.

Starfsfólkið er virkilega að passa sig líka utan vinnu og við höfum hvatt þau að koma ekki í vinnu ef einhver einkenni gera vart við sig og fara í Covid test.

Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að halda veirunni utan við heimilið.

Starfsfólk er mjög jákvætt og hefur staðið með okkur í þessari vinnu að spyrna við að fá veiruna í hús og sannarlega vonum við það besta. Þökkum þeim kærlega fyrir sitt framlag.

Fyrirkomulag heimsókna er óbreytt frá því sem verið hefur, það er einn og sami gesturinn fær að koma tvisvar í viku og pantar tíma hjá vaktstjóra. Þið kunnið þetta allt, ekki koma ef þið eruð með flensueinkenni, vera með grímu og halda fjarlægðinni á milli aðstandanda amk 2 metra.

Spritta hendur við komu og brottför.

Álfhóll 894-4123

Lundur 894-4124

Hvammur/Þinghóll 894-4125

Stelpurnar í sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun eru svo sannarlega líka að gera sitt besta við þessar aðstæður. Þær eru upp á deild hver í sínu sóttvarnarhólfi og gera sitt til að létta íbúum okkar þessa tíma eins og hægt er. Hér sér maður marga í stólaleikfimi, hjóla langar vegalengdir, lestur, bíó sýningar, handanudd og naglalökkun.

Hárgreiðslustofan hennar Lindu er líka að vinna í þessum sóttvarnahólfum og ekki annað að sjá en fólki líði vel miðað við allt.

Við erum að reyna að vera duglegar að setja inn myndir og þið megið það líka ef þið viljið senda ykkar fólki eitthvað góðgæti eða annað sem þið viljið gera.

Ef þið hafið einhverjar spurningar eða ábendingar ekki hika við að láta okkur vita, getið haft samband við deildarstjóra :

Lundur. Anna Valdimarstdóttir, annav@sunnuhlid.is

Álfhóll. Lilja Kristjánsdóttir, lilja@sunnuhlid.is

Hvammur/Þinghóll Bjarnheiður Ingimunda bjarnheidur@sunnuhlid.is

Framkvæmdarstjóri hjúkr. Svanlaug Guðnadóttir svana@sunnuhlid.is