Tilkynningar


12.05.2021
Ágætu íbúar og aðstandendur.
Það er með gleði og sól í hjarta sem við getum nú létt á heimsóknartakmörkunum á heimilinu.
Hins vegar þurfum við að stíga varlega til jarðar og vera vakandi fyrir stöðunni í samfélaginu.
Biðlum til ykkar að vera með okkur áfram eins og hingað til hvað varkárni varðar og að gæta vel að ykkar eigin sóttvörnum.
Spritta vel hendur við komu inn á heimilið og vera með maska.
Reglur:
Tveir gestir hafa leyfi til að heimsækja hvern íbúa í einu, en fleiri geta komið yfir daginn.
Börn undir 18 ára hafa leyfi til að koma í heimsókn, en vinsamlegast athugið að þau teljast þá annar af þeim gestum.
Íbúum er áfram heimilt að fara út í garð og í gönguferðir með sínum nánustu, en einnig er heimilt að fara með íbúa út af heimilinu í bílferðir eða heimsóknir.
Nú eru í gildi 50 manna fjöldatakmarkanir í samfélaginu en við mælum ekki með því að okkar íbúar fari í svo stóra hópa að þessu sinni.
Munið að sýna ítrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum.
Vinnum þetta saman áfram og við minnum á að þeir sem eru bólusettir geta líka smitast af Covid og geta líka borið smitið áfram.
Heimsóknir eru á milli kl. 13.00 – 20.00 athugið að kvöld-matartími er á milli 18-18.30.
Ef ykkar aðstandandi býr í tvibýli þá þarf að bóka tíma eins og verið hefur , Lundur í síma 894-4124 og á Hvammi í síma 894-4125.
Vinsamlega farið beint inn á herbergi íbúa, ekki stoppa og spjalla á leiðinni. Biðjið starfsfólk að sækja ykkar íbúa sé hann ekki inni á sínu herbergi.
Virðið tveggja metra regluna í samskiptum við starfsfólk.
Undanþága frá reglum um fjölda í heimsókn hverju sinni þ.e 2 í einu, er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og þarf leyfi frá vaktstjóra deildar.
Vinsamlega ekki koma inn á heimilið ef:
• Þú ert í sóttkví eða einangrun
• Þú bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku
• Þú ert með flensulík einkenni ( kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang og fl.)
• Þú bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku

Sunnuhlíð símanúmer

Álfhóll 894-4123

Lundur 894-4124

Hvammur/Þinghóll 894-4125

Seltjörn símanúmer

Nýjibær / Móakot 852-0139

Austur- / Norðurtún 852-0149

sunnuhlid.is