24. september 2020

Í varúðarskyni er Hvammur lokaður í dag vegna gruns um covid smit. Aðeins er um varúðarráðstöfun að ræða. Reiknað er með að deildin opni aftur kl. 17:00 en í síðasta lagi kl.19:00.

ATH. - nýjar relgur

24.09.2020
Ágætu aðstandendur.
Í síðustu viku urðum við því miður að herða reglur vegna aukins fjölda smita í samfélaginu.
Þar vorum við að takmarka heimsóknir einungis við einn nánasta aðstandanda og sá hinn sami noti andlitsgrímu á leið sinni um húsið. Jafnframt höfum við tekið upp 2 metra regluna aftur. Þessi eini aðstandandi sé skráður sérstaklega sem heimsóknargestur íbúa, og aðrir komi ekki í bili. Við biðlum til ykkar kæru aðstandendur að velja þann aðstandanda sem kemur í heimsókn vel og sá aðili sé ekki útsettur fyrir smiti (ekki á aldrinum 18-29 ára) og sé nánast í sjálfskipaðri sóttkví.
Andlitsgrímur. Vinsamlegast sprittið hendur við komu og notið andlitsgrímur á leið ykkar um húsið. Ef þið gleymið að koma með andlitsgrímu þegar þið komið í heimsókn getið þið hringt á deild og beðið hjúkrunarfræðing um að koma með andlitsgrímu til ykkar. Ekki er gerð krafa um grímunotkun inni á herbergi á meðan á heimsókn stendur.
2 metrar. Vinsamlegast virðið tveggja metra regluna í heimsóknum og athugið að bannað er að dvelja í almannarýmum, eingöngu má vera inni á herbergi íbúa.
1. Við biðjum aðstandendur/heimsóknargesti á aldrinum 18-29 ára um að koma ekki í heimsókn næstu vikuna. Gildir að minnsta kosti til og með 27. september.
2. Við biðjum heimilismenn um að fara ekki í neinar óþarfa ferðir út af heimilinu. Ef ekki verður hjá því komist að fara t.d. til sérfræðilækna eða í rannsóknir skal gæta ítrustu sóttvarna við slíkar heimsóknir. Gildir að minnsta kosti til og með 27. september.
3. Ef heimsóknargestir eða þeirra nánustu eru sendir í sóttkví þætti okkur gott að vita af því vegna þess að þá getum við verið á varðbergi og brugðist strax við sé minnsti grunur um smiti heimilismanns.
4. Við höfum einnig hert á sóttvörnum innanhúss hjá okkur og beðið alla okkar starfsmenn að gæta sín sérstaklega vel.
Annars gengur lífið hér að öðru leiti ágætlega og okkar góða starfsfólk er að létta íbúum okkar lífið með ýmsum leiðum, og þau hafa verið dugleg að taka myndir til að sýna ykkur hvað er verið að fást við. Við höldum fast í gleðina og umhyggju fyrir okkar fólki.