Sunnuhlíð

Samstarf við Urðarhvol

Tvisvar í viku kemur hópur barna úr leikskólanum Urðarhvoli í heimsókn. Ýmislegt er gert þær stundir sem þau staldra við, spjallað við heimilismenn, stundum taka þau lagið eða þau fá tilsögn við að leika sér með legg og skel og steina. Síðan er kannski aðalerindið með heimsókninni en það er að búa til listaverk úr þæfðum ullarkúlum. Börnin koma með ull með sér og saman með heimilisfólkinu þæfa þau ullina, sem er í ýmsum litum. Þegar lokið verður við að þæfa nógu margar kúlur verður unnið úr þessu listaverk.  Börnin eru aufúsugestir og ekki má á milli sjá hvorir hafa meira gaman af heimsóknunum, ungir eða aldnir.

Sunnuhlíð - Kópavogsbraut 1c - Sími: 5604100 - Fax: 5604175