Sunnuhlíð

Bakað fyrir jólin

Á stóru heimili þarf að sjálfsögðu að baka fyrir jólin. Nokkrir galvaskir heimilismenn tóku sig til og bökuðu súkkulaðibitajólakökur. Þetta eru með bragðbetri jólakökum sem hafa verið bakaðar enda hurfu þær fljótt ofan í maga heimilismanna, gesta og starfsfólks. Ekki spillti fyrir að ilminn af nýbökuðum kökum lagði um allt hús og minnti okkur á að stutt er í jólahátíðina.

Sunnuhlíð - Kópavogsbraut 1c - Sími: 5604100 - Fax: 5604175