Sunnuhlíð

Afhending teppa

Heimilisfólk í Sunnuhlíð hefur undanfarin ár prjónað fjöldan allan af teppum fyrir ung börn sem send hafa verið til fátækari landa í Afríku og austur-evrópu. í október voru kassar með teppum afhentir í fjórða sinn.

Teppin eru prjónuð úr afgangsgarni sem gefið er til Sunnuhlíðar og nýtist því vel. Mæður með ung börn fá afhendan pakka með ýmsum nytsamlegum hlutum og eru teppin m.a. hluti af pakkanum. Það kemur sér vel á köldum vetrarkvöldum að hafa hlýtt teppi til að ylja sér.

Það er Rauði krossinn sem tekur við teppunum og sendir þau  áfram til þeirra sem á þurfa að halda.

Á myndinni er Hrafnhildur Helgadóttir frá Kópavogsdeild Rauðakrossins að segja frá verkefninu og sýna myndir frá því þegar teppin eru afhent.

Sunnuhlíð - Kópavogsbraut 1c - Sími: 5604100 - Fax: 5604175