Sunnuhlíð

Aðventuhátíð í Sunnuhlíð

Sunnudaginn 9. desember var að venju haldin Aðventuhátíð í Sunnuhlíð. Að þessu sinni var prestur séra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur Digranessóknar. Flutti hann jólahugvekju og einnig sungu félagar frá Rauðakrossdeild Kópavogs og ungur harmoníkuleikari spilaði nokkur lög. Á borðum var að sjálfsögðu heitt súkkulaði og jólasmákökur.

Sunnuhlíð - Kópavogsbraut 1c - Sími: 5604100 - Fax: 5604175