Sunnuhlíð

Garður Sunnuhlíðar hreinsaður

Í gærkvöldi, miðvikudaginn 6. júní, mætti stór og kröftugur hópur fólks til að hreinsa og lagfæra garðinn við hjúkrunarheimilið undir stjórn Báru Guðjónsdóttur, garðyrkjumeistara. Voru blóma- og trjábeð þrifin og hreinsuð og bætt við mold. Einnig var stéttin hreinsuð og þrifin. Í kvöld mun síðan annar hópur mæta og halda verkinu áfram. Stærsti hluti hópsins sem mætti í gær er úr félögum og klúbbum sem standa að Sunnuhlíð, en fleiri hafa komið að þessu verki, starfsmenn og aðstandur heimilismanna.

Á síðasta mætti einnig hópur til að hreinsa og lagfæra garðinn og stéttina og tóks mjög vel til. Rætt hefur verið um að gera þetta að árlegum atburði félaga í þeim klúbbum og félögum sem standa að Sunnuhlíð, en um þessar mundir eru mörg þeirra að ljúka vetrarstörfunum og gera hlé yfir sumarið.

 

Garðurinn við Sunnuhlíð er stór og skjólgóður og vinsæll til útiveru. Þar er að finna margskonar gróður sem gaman er að skoða og fylgjast með, sérstaklega á þessum árstíma þegar jörðin er að lifna við eftir dvala vetrarins.

Sunnuhlíð - Kópavogsbraut 1c - Sími: 5604100 - Fax: 5604175