Sunnuhlíð

Rausnarleg gjöf Kvenfélagsins

Á aðalfundi Sunnuhlíðar þann 28. mars 2012 afhentu kvenfélagskonur gjöf til Sunnuhlíðar að upphæð kr. 1.000.00, sem er ágóði af fjáröflun þeirra. Þessi mjög svo rausnarlegu gjöf verður lögð inná nýstofnaðan minningargjafasjóð sem nota á til kaupa á tækjum og búnaði fyrir hjúkrunarheimilið. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað nákvæmlega verður keypt, en af nógu er að velja.

Konurnar í Kvenfélagi Kópavogs hafa alla tíð verið duglegar við að styrkja og styðja við starfsemi hjúkrunarheimilis á margvíslegan hátt, bæði með gjöfum og vinnuframlagi, sem þær eru ávallt reiðubúnar að leggja af hendi.

Stjórn og starfsfólk Sunnuhlíðar færir Kvenfélagi Kópavogs innilegar þakkir fyrir þessa rausnarlegu gjöf.

Sunnuhlíð - Kópavogsbraut 1c - Sími: 5604100 - Fax: 5604175